Skip to Content

Perception of color by Eva Heisler (+ísl. þýðing)

Catalogue Entry for Quinate / Fimmt (June-July 1998)

Kópavogur Art Museum

On the Work of Sólveig Adalsteinsdóttir

Perception of color is always an experience of some thing. One doesn’t experience green, but a green leaf, a green fabric, a green brushstroke. Yet it is not uncommon to hear someone remark, “I just don't like the color, green.” (Or blue. Or yellow.) This confusion of color as adjective and color as noun—the mistaking of green for greenness—is at play in the work of Sólveig Adalsteinsdóttir. For the series, Evaporated Watercolor in Glass Jars, containers filled with watercolor were left open until the water evaporated and only graded rings of pigment remained. Colored light appears to emanate from within the jars, but it’s not quite accurate to say that the glass jar is colored. Color isn’t an attribute of the jar; rather it’s as if the jar has trapped the material of color (as opposed to a colored material) within it. Ironically, it is the de-materialization of paint that results in this presentation of color as material, as pigment. The jars themselves, displayed upside down and capped, may be recognizable as former containers of prepared food—ORA pickles, perhaps, or JIF peanutbutter. By capping these skeins of pigment within everyday containers, the experience of color remains bound to—even as it is isolated from—the yellow of a plastic lid or the sheen of a metallic cap.

In contrast to the candid transparency of the jars, the works in the series Wrapped Trash are shrouded and appear, at least on initial inspection, colorless. Each work is an object, or group of objects, that has been repeatedly wrapped in cellophane. The cellophane—stretched and compressed to fit snugly around the objects—bends in tiny folds, a striation that contributes to the opacity of the taut surface. The object is wrapped to the point at which shape is no longer a marker of identity. Despite the object’s anonymity—or because of it—one discerns the hint of color—a green, perhaps, or an amber—that appears to burn from within its plastic shroud. This color is fugitive, however, in large part because of the reflectivity of cellophane. The object is cloaked by a surface gleam, and one is compelled to turn in the face of the work—now this way, now that— in order to attempt the pass through its surface.

Although each of Adalsteinsdóttir’s series produce quite different objects—one characterized by its transparency and the other by its opacity—the works share an interest in the presentation of color as detached from the specificity of objects and yet also of the material world. In both cases, color is experienced as an effect of the abandonment of form—in the first case through evaporation of the watery body of paint and, in the second case, through the muffling of the contour of specific objects.

Eva Heisler

 

Um verk Sólveigar á sýningunni Fimmt / Quinate.

Gerðarsafni, Kópavogi, 1998.

Skynjun lita stendur ævinlega í tengslum við einhvern áþreifanlegan hlut . Menn skynja ekki litinn grænt, heldur grænt laufblað, grænan vefnað, grænan pensildrátt. Samt er ekki fátítt að heyra fólk segja, „ég er bara ekkert hrifin(n) af grænu.(eða gulu, eða bláu). Um þessa tilhneigingu manna að rugla saman eiginleikanum, litarlýsingarorðinu grænn, og grænleikanum, nafnorðinu, fyrirbærinu í sjálfu sér, snúast verk Sólveigar Aðalsteinsdóttur.

Verkið Uppgufaður vatnslitur í glerkrukkum varð til með þeim hætti að krukkur fylltar af vatnslit voru látnar standa opnar þar til að vatnið gufaði upp og ekkert varð eftir nema missterkir hringir úr litarefninu innan á glerinu. Það virðist sem krukkurnar gefi frá sér litað ljós, þó er ekki alls kostar rétt að segja að glerílátin séu lituð. Liturinn er ekki eignileiki glerkrukkunnar, miklu fremur er sem hun hafi fangað litinn (sem er andstæða litaðs efnis) innan veggja sinna. Svo vill til að það er einmitt eyðing málningarefnissins sem leiðir til þess að liturinn birtist þannig sem efni, litarefni. Menn kunna að kannast við krukkurnar sjálfar, sem sýndar eru á hvolfi og með loki, sem ílát undan tilbúnum mat - ORA grænmeti kannske, eða JIF hnetusmjöri. Með því að loka þessar litaefnisskánir inni í hversdagslegum brúksílátum er skynjun litarins bundin - og jafnframt einangruð frá - hinum gula lit plastloksins eða gljáa málmloksins.

Andstætt opinskáu gegnsæi glerkrukkanna er verkið Drasl í plasti hulið og virðist litlaust, að minnsta kosti við fyrstu sýn. Hvert verk er hlutur eða hlutir sem sem búið er að margvefja inní plastfilmu. Efnið er teygt og því þrýst fast að hlutunum sem það umlykur, það leggst í örsmáar fellingar og rákarmynstrið sem myndast stuðlar að ógagnsæi hins strekkta yfirborðs. Hluturinn er vafinn inn þar til ógerlegt er að þekkja hann af löguninni. Þrátt fyrir að hluturinn er óþekkjanlegur - eða vegna þess - greinir áhorfandinn vott af lit, grænum kannske eða gulbrúnum, sem virðist skína gegnum plasthuluna. Þessi litur er hinsvegar hverfull, einkum vegna þess hve plastfilman endurkastar ljósinu, og maður verður að snúa sér frammi fyrir verkinu, sjá það héðan, þaðan, til að freista þess að smjúga gegnum yfirborð þess.

Enda þótt verk Sólveigar sýni gerólíka hluti - annað byggir á gegnsæi, hitt á ógegnsæi - er þeim sameiginlegur áhuginn á að birta lit, óháð sérkenni hlutanna og jafnframt sem hluta af efnisheiminum. Í báðum tilvikum er liturinn skynjaður sem afleiðing af brotthvarfi efnisins, í hinu fyrra með uppgufun hins vatnsblandaða lits, í síðara tilvikinu með því að hylja ytra form hlutanna.